Blog #5 - Week 10

Blogg #3 - Vika 10

Hvað er erfiðast við að ferðast fatlaður?

Vitiði, ég nenni ekki að svara þvi. Það er allt erfitt við að vera fatlaður. Þess vegna verður maður svona þjálfaður í að sjá góðu hliðarnar. Það eru alltaf einhverjar góðar hliðar, þó það sé misauðvelt að sjá þær…

Síðan ég skrifaði seinast hefur ýmislegt skeð. Ýmir frændi kom með kærustunni, við vorum saman í fimm mánuði fastir í Kathmandu í Covid lockdown. Rene er búinn að ýta mér um grjóti hlaðnar hæðir Lisbon, Við áttum tvær nætur á spa hóteli sem voru frekar mikil vonbrigði, misstum húsnæðið sem við vorum búin að leygja sem svo reddaðist, hin fóru í fyrsta surf tímann sinn og ég sat og hugleiddi líf mitt meðan mis færir surfarar gripu ljúfar öldur.
Þetta er búið að vera yndislegt og 100% erfiðisins virði.
Í kvöld römbuðum við á pizza veitingastað í nágrenninu við hvar við búum sem reyndist margverðlaunaður og á lista yfir 50 bestu pizzur í Evrópu.

Ég er ekki búinn að vera að æfa nóg. Þegar ég ferðast þá fer mikil einbeiting í að halda geðheilsunni uppi og flæðandi. Oft fylgja ferðalögum stíflur af ýmsum gerðum sem eru mis erfiðar að losa. Eins og ég talaði um í seinasta spjalli þá er það hluti af þessu, að verða meðvitaður um hvar maður er sofandi og stíflaður svo maður geti vaknað.
En á föst mun ég hitta mögulega þjálfara og heilara hér, svo fer allt á fullt.
En fyrst er planið að fara á morgun og kaupa málningu og dót svo við getum skapað sotla list.

Enda þetta á að segja að lífið er eins og að surfa; þú berst við öldurnar sem koma á móti þér og ef þú kannt ekki að fara yfir þær og leyfa þeim að flæða fram hjá þá hrifsa þær þig og brettið með sér og berja þig niður þangað til þú lærir það. Svo situru og buslar í leit að réttu öldunni þángaðtil þú loksins finnur hana og þá þarftu að setja allt sem þú átt í að ná henni. Svo kemur áskorunin að standa upp og núna kemur augnablikið sem allt erfiðið var að byggjast upp að. Ríða öldunni. Finnið hvernig krafturinn úr hafinu og vindinum ber ykkur að landi.
Svo brotnar hún.
Og leikurinn byrjar upp á nýtt.
Mér finnst allavega eitthvað ljóðrænt og upphefjandi við þessa myndlíkingu.

Það er líka hægt að fylgjast með ferðalaginu í myndum hér á instagram.

Ást og friður.

…..

What constitutes the greatest challenge in traveling with a disability?

Frankly, I find little enthusiasm in addressing this query, for the entirety of disabled existence is fraught with challenges. It necessitates a certain degree of training to discern the positive aspects amidst adversity. There are always silver linings, although their visibility varies widely.

Since my last dispatch, numerous events have transpired. My cousin Ýmir and his partner joined me, we found ourselves ensnared in a five-month-long Covid lockdown in Kathmandu. Rene has navigated me through the cobblestone elevations of Lisbon. Our stay at a spa hotel, anticipated to be a highlight, culminated in disappointment. We lost our lodging reservation, which was subsequently rectified, and they embarked on their inaugural surf lesson while I engaged in introspection, observing the novice surfers as they wrestled with the capricious waves.
This journey has been delightful, unequivocally justifying the hardships encountered.

This evening, we ventured to a nearby pizzeria where we reside, only to discover it is an award-winning establishment, recognized among the top 50 pizzas in Europe.

My physical training has been neglected. During travels, my focus predominantly lies in maintaining mental well-being. Journeys often entail various blockages, each with its unique set of challenges to overcome. As previously mentioned, awareness of one's blockages is essential for awakening.

I plan to meet with a potential trainer and healer soon, which should intensify my regimen. But first, the agenda involves purchasing paint and supplies tomorrow, enabling us to engage in the creation of sooty art.


To conclude, life resembles surfing: one contends with the oncoming waves, and without the knowledge to navigate over them, allowing them to pass, they will engulf you, along with your board, and pummel you until the lesson is learned. Then, you wait, pondering in search of the perfect wave until it appears. At that moment, you must invest your entirety in catching it. Then comes the challenge of standing up, the culmination of all previous efforts. To ride the wave, feeling the ocean's power and the wind carry you toward the shore.

Then, it breaks.

And the cycle recommences.

I find a poetic and uplifting quality in this analogy.

One can also follow the journey visually on Instagram.

Love and peace

Aftur á bloggið