Blog #5 - Week 11

Blogg #3 - Vika 11

Hvernig líður mér?

Mér líður vel. Lofa. En samt líka, illa.
Eftir því sem ég verð eldri og vitrari og hugleiði meira, þá tek ég eftir því hversu blandaðar tilfinningar berast með mér. Góðar eða slæmar, þær eru bara það sem þær eru. Sumar eru slæmar afþvi eitthvað gott gerðist á meðan aðrar eru góðar en fylgdu einhverjum erfiðum atburðum. Veistu hvað ég meina?
Þetta er eins og sagan um kínverska bóndann. Sem var heppinn og óheppinn til skiptis en hélt alltaf ró sinni og jafnargeði því hann veit að lífið heldur áfram.

Við erum ennþá úti í Portúgal. Veðrið er skítt og spáin fram að helgi svipuð. En svo á að koma sól á ný.
Ég frétti frá local fólki að hér í Aljezur fer fólk helst ekki út úr dyrum ef það eru ský á himni. Áhugavert að velta því fyrir sér sem Íslendingur.
Við nýtum timan til að hvílast og hugleiða.

Stuttur þessi.

Sjáumst næst.
Aftur á bloggið